Thursday, May 18, 2006

Æji, við við misskildum segja Bara Vinstri-Ekkert Græn

Enn á ný reyna vinstri græn i Reykjavík að eigna sér umhverfismálin.
Það er náttúruverndarfólk í öllum flokkum og kannski eru fæstir þeirra í VG í Reykjavík en þeir sem þar eru, hafa hæst, berja sér á brjóst líkt og fariseinn í samkunduhúsinu og hafa reynt að eigna sér umhverfismálin og baráttuna fyrir náttúru Íslands. Umhverfismál eru fjarri því að vera bara Vinstri græn.

Skoðum frekar orð og efndir í umhverfismálum í Reykjavík í langri VALDAtíð VG með R-lista.
Afrekaskráin er skelfileg
Nægir þar að nefna Orkuveituna í öllu sínu gróðabraski; orka til 3ja álvera, hlutafélag um Hrafnabjargavirkjun/eyðileggingu Aldeyjarfoss, undirbúning að rannsóknaleyfi í Kerlingarfjöllum, niðurhlutun Úlfljótsvatns í “frístundabyggð” – stjórnlaus ásælni í náttúru landsins á meðan “þeir grænu” sitja í stjórn og gera hvað? Sitja þar aðgerðalausir meðan stóriðjustefnan og græðgin er hvergi í meiri ham á landinu öllu.
ÆJJ segir oddviti þeirra við misskildum þetta - þess vegna styðjum við tillögu XD - æjj - sárt, af hverju komuðið ekki með hana sjálf - Skræfur


Íbúalýðræði hefur verið ofarlega á dagskrá undir formerkjunum "Samráð er eintóm sýndarmennska" lítur vel út að fundi og afraskturinn fer afar vel í skúffu. Þess vegna hafa íbúar séð sig knúna til að stofna íbúasamtök til að standa vörð um umhverfi sitt gagnvart verktakastjórnun borgarinnar, gróðabraskið hefur verið allsráðandi. Landsímalóðin, Túnin, Hrinbraut, Hliðarnar, Sundabraut, það er af nógu að taka.
Ekki við, við erum saklaus það voru hinir!!!


Vistvænar samgöngur hafa endurspeglast í mislukkuðum mislægum gatnamótum, ónýtu strætókerfi og kórónast í Hringbrautinni: Æjj segir annar á lista - afsakið ónæðið en þetta var allt misskilningur ; þurrkið hana út - hókus pókus allir að geyma að ég var í forsvari - Samþykkt?

Gleymum heldur ekki sorpmálunum. Reykjavík er undirlögð af rusli. Sorpustöðvum verið fækkað svo Sorpa skilar arði en íbúarnir þjóta um bæinn á einkabílum á nagladekkjum að losa sig við sorp – Frábær þjónusta það! Og svo gott fyrir gróðurhúsaáhrifin!
Vú-hú - er ekki fínt að það hitni svolítið? Hækka smá sjávarstöðuna og drekkja uppfyllingum andstæðingana!! Jibbíi

Og ekki má gleyma glæstum áformum um að þurrka út menningasöguna - Æji þessi ljótu litlu timburkofar við Laugveginn, rífum þá það er svo gott fyrir mannlífið að fá moll í staðinn. AÐ ekki sé minnst á skuggan sem hægt verður að skríða í og fela sig þegar framtíðin spyr hvað varð um menningarsöguna.


Geturðu nefnt EITT dæmi þar sem Vg hefur staðið sig vel í umhverfismálum í Reykjavík?
Geturðu nefnt einhver frambjóðanda hjá þeirra í efstu sætum sem hefur staðið með okkur í baráttunni fyrir náttúru landsins – Það er eins og það hafi ekki verið sami flokkur sá stýrir borginni og sá sem situr á Alþingi.
Flokkurinn sem verið hefur við borgarstjórn í öll þessi ár er BARA VINSTRI – og ekkert grænn

Skoðaðu málið -
Þeir sem skoða málið verða fyrir sárum vonbrigðum með VGR þar sem umhverfismálin eru notuð í atkvæðaveiðar korter í kosningar en efndir eru engar. Er eitthvað sem bendir til þess að það breytist? Verður ekki allt áfram byggt að misskilningi æðstu manna í VGR - kannski ætti einhver góðhjartaður að kenna þeim að lesa svona skýrslur og áætlanir til að forða frekari misskiliningi??

Lifið heil

Comments:
Þannig að Björkin setur x-ið sitt við Dé næsta laugardag?
 
hje hje góur! Ég mun setja kjósa effects...en þó aðallega effexts og óháða. Ég kýs að kjósa þá sem hafa ekki enn fengið tækifæri til að svíkja kosningaloforð. Það verður að vera einhvert réttlæti í heiminum eins og Friðfinnur sagði í riti sænska sósjalheimspekingsins Lindgren í Maddit og Beta. kjósa kaus kusum kosið kusur...
 
http://www.hugsjonir.is/?gluggi=linan&id=607

ég segi ekki meira
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?