Friday, March 10, 2006
Ég hata meðleigjandann minn og kærustuna hans
Note to my English readers: Sorry guys- On this particular issue I will blog in Icelandic. When the issue has been resolved I will blog about it in English. I will still write all other posts in English. By the way-this picture will tell you something about my problems...
Jæja, nú er mín búin að fá upp í kok. Þetta eru gjörsamlega óviðunandi aðstæður. Skoffín og Skuggabaldur hafa gjörsamlega farið yfir strikið. Skoffín stakk hausnum inn um dyragáttina hjá hinum gríska eðalmeðleigjanda rétt áður en ég kom heim og var með netta tilkynningu: Í nótt ÆTLA 3-4 vinir okkar að gista í eldhúsinu/stofunni. Svo trítlaði pían út og fór á djammið eftir að hafa ruslað svolítið til í íbúðinni. Ég er svo illa pirruð að það hálfa væri nóg.
Og fréttaskot: Þau voru akkúrat að koma inn og skoffín var að tilkynna mér að vinirnir ætluðu að gista í eldhúsinu/stofunni. Ég sagði að það væri í lagi ef vinirnir gistu í herberginu þeirra. Skoffín dæsti og ég sagði bara að það sama hefði verið uppi á teningnum um síðustu helgi þegar vinur þeirra gisti án þess að ég væri spurð. Hún var alveg bit greyið og sagði að hann hefði gist í herberginu þeirra. Ég sagði að það væri rétt en enginn hefði spurt mig og gríska meðleigjandann hvort það væri í lagi. Hún labbaði út úr stofunni og allir vinirnir voru frammi á gangi. þau pískruðu eitthvað um málið. Ég geri ráð fyrir að það hafi verið að þessi íslenska kerling væri með stæla og svo var pískrað meira. Svo heyrði ég einn vinanna segja að fólkið gæti gist hjá sér.
Annað fréttaskot: Skuggabaldur var að koma inn og svona hálfafsaka sig. Ég sagði við hann þegar hann var að afsaka sig að það færi bara rosalega í taugarnar á mér að vera ekki einu sinni spurð. Hann sagði að þau hefðu nú bara frétt af þessu í dag. Það breytir því ekki að Skoffín leigir á kampus og gæti bara sent fólkið þangað. Svo reyndi hann að fá mig til að fá samviskubit með því að segja að þetta myndi VONANDI bjargast og að þau myndu REYNA að finna samastað fyrir fólkið. Ha ha, hann hefur ekki kveikt á því að ég heyrði einhverja vinkonu bjóða liðinu gistingu hjá sér.
Jæja, íslenska truntan verður úthrópuð ömurleg leiðindakúla hjá þessum ágæta vinahópi í kvöld. Bara vonandi að þau fái smá kikk út úr því þessar elskur.
Að lokum þetta: Þau læstu herberginu hjá sér. Eins gott að læsa öllu þegar maður býr með klikkaðri íslenskri kerlingu, aldrei að vita nema hún prófi rúmið, smakki á grautnum og brjóti andskotans stólinn.
Já það er aldrei of varlega farið í samskiptum við íslenskar grýlur.
Jæja, nú er mín búin að fá upp í kok. Þetta eru gjörsamlega óviðunandi aðstæður. Skoffín og Skuggabaldur hafa gjörsamlega farið yfir strikið. Skoffín stakk hausnum inn um dyragáttina hjá hinum gríska eðalmeðleigjanda rétt áður en ég kom heim og var með netta tilkynningu: Í nótt ÆTLA 3-4 vinir okkar að gista í eldhúsinu/stofunni. Svo trítlaði pían út og fór á djammið eftir að hafa ruslað svolítið til í íbúðinni. Ég er svo illa pirruð að það hálfa væri nóg.
Og fréttaskot: Þau voru akkúrat að koma inn og skoffín var að tilkynna mér að vinirnir ætluðu að gista í eldhúsinu/stofunni. Ég sagði að það væri í lagi ef vinirnir gistu í herberginu þeirra. Skoffín dæsti og ég sagði bara að það sama hefði verið uppi á teningnum um síðustu helgi þegar vinur þeirra gisti án þess að ég væri spurð. Hún var alveg bit greyið og sagði að hann hefði gist í herberginu þeirra. Ég sagði að það væri rétt en enginn hefði spurt mig og gríska meðleigjandann hvort það væri í lagi. Hún labbaði út úr stofunni og allir vinirnir voru frammi á gangi. þau pískruðu eitthvað um málið. Ég geri ráð fyrir að það hafi verið að þessi íslenska kerling væri með stæla og svo var pískrað meira. Svo heyrði ég einn vinanna segja að fólkið gæti gist hjá sér.
Annað fréttaskot: Skuggabaldur var að koma inn og svona hálfafsaka sig. Ég sagði við hann þegar hann var að afsaka sig að það færi bara rosalega í taugarnar á mér að vera ekki einu sinni spurð. Hann sagði að þau hefðu nú bara frétt af þessu í dag. Það breytir því ekki að Skoffín leigir á kampus og gæti bara sent fólkið þangað. Svo reyndi hann að fá mig til að fá samviskubit með því að segja að þetta myndi VONANDI bjargast og að þau myndu REYNA að finna samastað fyrir fólkið. Ha ha, hann hefur ekki kveikt á því að ég heyrði einhverja vinkonu bjóða liðinu gistingu hjá sér.
Jæja, íslenska truntan verður úthrópuð ömurleg leiðindakúla hjá þessum ágæta vinahópi í kvöld. Bara vonandi að þau fái smá kikk út úr því þessar elskur.
Að lokum þetta: Þau læstu herberginu hjá sér. Eins gott að læsa öllu þegar maður býr með klikkaðri íslenskri kerlingu, aldrei að vita nema hún prófi rúmið, smakki á grautnum og brjóti andskotans stólinn.
Já það er aldrei of varlega farið í samskiptum við íslenskar grýlur.
Comments:
<< Home
my dearest bjok, ratpoison, that's all i have to say!!!sodding idiots that they are would think it's only candy!!
Allavegana gerðu eitthvað í þessu, pronto! Það er ekkert ömurlegra heldur en að láta eitthvað svona pakk fara í taugarnar á sér og eyðileggja fyrir sér útlanda árin sín. Ég man alltof vel eftir helvítis Jónasi í Barcelona.
Post a Comment
<< Home