Thursday, March 09, 2006
Enn af sóðapésum
Það kann ekki góðri lukku að stýra þegar ég skipti yfir í íslenskuna ástkæru og ylhýru. Það þýðir einfaldlega að næstu línur verði kvart og kvein. Ég mæli því með því að þeir sem ekki hafa áhuga á að lesa um daglegt amstur og pirring fari að lesa DV frá í gær á netinu, elska svona ókeypis stöff. Ég byrjaði daginn sumsé vel, fór í svaka göngutúr frá hálf átta til níu, algjör hetja. Svo bara daglegt amstur. En í hádeginu ætlaði ég að fá mér hádegismat í eldhúsinu heima. Var þá ekki bara þröngt á þingi og ekkert pláss, hvorki fyrir mig né samlokuna mína. Innflutta leiðinlega kærasta skoska leiðinlega meðleigjandans var bara með nördafund...í eldhúsinu MÍNU! Hún var búin að bjóða öllu ræðuliðinu heim. Ég á bara ekki til orð. Ég viðurkenni það fúslega að þetta myndi ekki fara í taugarnar á mér ef þessi skötuhjú færu ekki svona hrikalega í pirrurnar á mér. Ég meina kommon, þessi pía hefur ekki sofið heima hjá sér í hálfa nótt síðan í janúar. Skoffínið borgar enga leigu, ruslar til, er jafn tillitslaus og kærastinn sem ég nefni skuggabaldur og geymir meira að segja illalyktandi hestadrasl í eldhúsin/stofunni! Lesendur góðir, hvernig á ég að fara að því að hætta að láta þetta lið fara í taugarnar á mér? Mig dreymdi þau meira að segja í nótt--og þau voru líka pirrandi í draumnum! Garggggggg! Ég er farin að íhuga ýmis plott til að losna við þau, engin ólögleg plott í gangi en öll eru þau á hæsta máta ósiðleg. Jemundur minn hvað það er gott að fá útrás í Bandaríkjum bloggsins. Heyrumst síðar-buxur
Comments:
<< Home
Eftir að hafa átt erfiðan dag á skrifstofunni, þar sem ég gat ekki einbeitt mér að vinnunni vegna þessa máls, ákvað ég að fara á pöbbinn. Eftir 4 bjóra á pöbbnum með possíinu var ákveðið að vitna í stellu löve og segja: út með gæruna--hún er illa lyktandi! Skoffíninu verður því hent út á næstu dögum. Vantar hugarstuðning frá félögum og lesendum--
Post a Comment
<< Home