Sunday, February 19, 2006

Af ruslastuðlum

Stundum getur maður ekki orða bundist og þá bloggar maður á íslensku. Ég hef miklar áhyggjur af ruslastuðli Tjallans. Hvernig gat þessi þjóð verið alheimsherra á sínum tíma? Þetta virðist vera fólk sem er hreinlætisfatlað. Eiginlega er mér fyrirmunað að skilja að breska þjóðin skuli ekki löngu vera útdauð úr bakteríum af eigin heimilum. Já, ég hreinlega lýsi eftir hreinlegum Tjalla...fundarlaunin eru vegleg, Ajaxbrúsi og eldhúsrúllur! Já, kallið mig þröngsýna en ekóli og salmónella eru ekki þau örlög sem ég hef óskað mér. Guði sé lof fyrir Grikkina, þeir eru þrifalegir og dásamlegir sambýlingar...mörg hjörtu og rokkstig til þeirra!
Lengi lifi Sjöfn sápugerð!

Comments:
Ég tilnefni Jude Law - held að það sé ekki ryk fyrir ofan augnhæð á hans heimili...láttu mig vita ef ég vinn!

lo fjú
Hirdul
 
hann er eflaust þrifalegri en eddie hitler og kó...
knús mús
 
Pabbi sagði einhvern tímann að Bretar væru 'gemen' aumingjar. Ég veit ekki hvað þetta 'gemen' þýðir en það er varla gott. Þetta var líka í sambandi við þrif - skýrir tenginguna...
 
Já, það er hrikalegt ástand á þessu liði. Kannski Baugur geti keypt Bretland og þjálfað liðið upp í hreingerningum?
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?