Thursday, July 28, 2005

Af sjonvarpsdraugum ad kveldlagi

Eg var dugleg i gaer. Eldadi kinamatinn goda sem inniheldur fullt af graenmeti, en thad ku vera hollmeti. Maturinn bragdadist vel, svo vel i reynd ad eg hef hugsad mer ad borda afganginn i lonsj. Svo helt eg afram ad lesa um skrytna jardfraedikarla a 19. old. Eg komst medal annars ad thvi ad Richard Owen, gaurinn sem fann upp ordid dinosaur var padda. Hann var eiginlega bara algjor T Rex! Eg maeli med thvi ad folk hugi ad thvi naest thegar thad fer a Natural History Museum British Museum. Thar tronir risastytta af karlinum yfir manni um leid og madur kemur inn eins og kongur i riki sinu a medan Darwin og adrir "minni" spamenn mega dusa i matsalnum og horfa upp a gesti og gangandi sotra kokomjolk og borda pakkasupur... Reyndar ma thakka Owen fyrir thad ad honum fannst ad sofn aettu ad vera adgengileg almenningi og nadi hann ad kyla thad i gegn. Skolaborn hugsa honum eflaust thegjandi thorfina fyrir thad hmmm.
Ad odru leyti gerdi eg merka uppgotvun i gaer. Ekki eru leigjendur Gannochy adeins thridja klassa lid ad mati haskolans her heldur er haskolarad beinlinis ad eitra fyrir okkur. Her verda nefnilega miklar endurbaetur gerdar a minu husi i agust. Tha tharf eg ad rutta til i herbergislufsunni minni og hylja tolvuna og allt annad med lokum. Thad a nefnilega ad skipta um glugga. Thad er i sjalfu ser alveg omurlegt af halfu skolans, thar sem meirihluti ibuanna a ad skila mastersritgerd i agust. Svo liggja tolvukerfin nidri i eina viku i agust lika-faranlegt. En eg sa blessada gluggaskiptamennina i svadalegum hlifdargollum fyrir utan husid i gaer og voru their ad burdast med asbest til einangrunar! Hallo...er thad ekki krabbameinsvaldandi? Eg er alveg steinhissa a thessu folki.
Ad odru leyti for eg i einn ollara a kastalann i gaerkvoldi og glapti svo a tryllinn white noise. Slaem hugmynd.. Hedan i fra mun eg panikka thegar eg heyri sud i utvarpinu, hvad tha ef eg se snjo a sjonvarpsskjanum. Gekk ekki brjalaedislega vel ad sofna eftir thad.
Hollusturad Billa litla; ekki horfa a ohuggulega biomynd fyrir svefninn ef thad a ad vakna snemma.
Sniggins

Wednesday, July 27, 2005

Af threytandi threytu

Thad er nu meiri threytan sem er i kerlingunni thessa dagana. Min a erfitt med ad halda augunum opnum hvad tha meira. Eg drusladist nu samt i langthradan gongutur adan thegar thad byrjadi ad rigna..if you like pina coladas and getting caught in the rain. Thetta er vist Islendingurinn i manni sem bryst ut thegar vedrid tekur ad versna. Vaenkadist hagur strympu i gaer thegar thad var svo kalt ad eg skellti mer i lopapeysuna mina, threfalt hurra fyrir lopapeysum! Eg veit ad eg er bara i Skotlandi, en allamalla thad er bara allt of heitt her a sumrin fyrir minn smekk. Sko ekki misskilja mig, mer finnst jafngaman og hverjum odrum ad hanga a strondinni i solinni en thegar madur tharf ad vinna, tha er bara ekkert gaman ad hanga yfir tolvunni med svitaperlur lekandi nidur nefbroddinn. Kofsviti er omurlegt fyrirbaeri og gerir thad ad verkum ad eg a erfitt med ad einbeita mer ad vinnunni. Annars maeli eg med thessum pium ef folk hefur litid ad gera i vinnunni http://gofugyourself.typepad.com/ storkostlega tikarleg skrif um tiskuslys hinna riku og fraegu. Hi a tha!
Adios ad sinni

Thursday, July 21, 2005

Af magatruflunum og ritgerdum

Thad er merkilegt hvad ritgerdir geta haft musikolsk ahrif a meltingarveginn. Fyrir utan ad thjast af svefnleysi vegna hita og streitu tha er garnagaulid alveg ad drepa mig. Niunda sinfonian hljomar i thormunum, uff! Annars er eg nu buin ad klambra saman um fjordungi af ritgerdinni, allt frekar samhengislaust enn, hmm.
Ekki baetir ur skak ad Amrikanarnir a golfskonum eru bunir ad yfirgefa Tesco. Thad var svolitid kruttad ad fylgjast med theim spigspora um a golfgaddaskom med amrisku bossana afar aberandi i throngu koflottu golfbrokunum. Yndislegt hvad their lifa sig inn i ad vera ahorfendur a Opna Breska. Aetli their seu lika svona ef their horfa a synchronised swimming, fimleika og listdans a skautum. Bara ad Andabaer vaeri heimabaer sliks sports. Tha vaeri sko gaman ad lifa... og versla i Tesco. Midaldra of thungir Amrikanar i ballettskom, leikfimibol-med palliettum og pryddir nefklemmum, ummmm. En ekki verdur a allt kosid. Andabaer er aftur ordinn draugabaer, nema kannski fyrir utan kedjureykjandi japanska turista i leiguskotapilsum sem na nidur a okkla. Ju, thad er nu frekar kruttad ad horfa a turistana.
Cheers ad sinni

Wednesday, July 20, 2005

It's been a long time baby

Oj bara hvad eg er lelegur bloggari.
Skammast min alveg nidur i taer. En hvad um thad er loglega afsokud med taeknilegum ordugleikum ad venju. Fult lika ad thurfa ad nota ugglenskt lyklabord hmm.
Vedrid leikur vid hvern sinn fingur thessa dagana og minir fingur leika vid hvern lykilinn a faetur odrum a lyklabordi tolvunnar her i einmanalegu bokasafninu minu. Eg er nebblilega ekki uti ad njota vedurblidunnar heldur barasta inni ad pikka inn mastersritgerd. Gaman gaman, eldgos, hungursneyd og Islendingar ad eta skona sina. Las thad i einni heimild ad landinn hafi frekar viljad eta thad sem uti frysi heldur en hrossakjot. Ja herna her, vid Fronbuar erum greinlega svolitid ser a bati. Se fyrir mer gamlan torfbae med oskufollnum fiflum a thakinu og Bukolla longu daud ur fluoreitrun einhversstadar uti i moa. Husfreyjan er i oda onn ad rifa blod ur Flateyjarbok- the now lost version- og skella on' i pott med sjodandi vatni. hun hraerir vel i og rifur sidan skoleppana af ser og hendir theim i sodid lika, svona til bragdbaetingar. Hesturinn Grani hneggjar uti a tuni, vel feitur og spraekur. Husfreyju flygur ekki i hug ad skella eins og einni lopp af Grana ut i sodid. Oj bara, thad er svo skammarlegt. Ad lokum deyr allt folkid a baenum ur hor og presturinn maetir a svaedid og beitir Grana fyrir likvagninn sem dregur allt hyskid ut i naestu fjoldagrof tharna i skaftafellssyslu.
Thad er vist bara malid ad vid Klakadronglarnir a eyjunni milli Moskvu og Washington erum fagurkerar og latum ekki bjoda okkur upp a eitthvad rusl, bara skoreimar og skinnbaekur a la carte.
Ja svona er nu lifid skrytid. Best ad halda afram ad skrifa um islenska pottagaldra
Leiter beibis

This page is powered by Blogger. Isn't yours?