Monday, March 21, 2005

Enn af íslenskri hámenningu

Íslendingar eru snillingar!
Ekki bara í matargerð, heldur erum við snillingar í Júróvisjón... Hann Jónsi "okkar" fór flatt á löndunum sem byrja á B í fyrra, það er Böltum og Balkanskagamönnum, tja, í rauninni bara öllum nema frændum okkar í Danmörku, Finnlandi, Mónakó, Noregi og Rússlandi. Ég stend við það sem ég sagði fyrir ári "öll hin löndin geta farið í ra...at". Ég ákvað að heimsækja bara þessi fimm lönd þaðan í frá hmmm...
Allavegana, þá hef ég verið að hlusta á nýja lagið okkar og verð að segja að þetta er að fara nett bakdyramegin inn hjá Bölkunum, skella inn ansi smörtu austurlensku bíti- algjör schnilld! Þið sem hafið ekki kynnt ykkur lagið, farið á slóðina http://www.eurovision.is/
Þar má hlusta á lagið í allri sinni dýrð. Ég mæli líka eindregið með spaugstofumönnum frá síðasta laugardegi, örn árna er óborganlegur sem júróstjarnan Vilma; þetta má sjá undir http://ruv.is/
Ég er farin að hlakka alveg hrikalega til Eurovisionkeppninnar. Veit það þykir ekki flott, en ég segi það og skrifa: Ég er Júróvisjónlúði og er stolt af því! Ahhh, best að skella Ketil Stokkan undir geislann, Rúmeú, Rúmeú, bla bla bla.

Comments: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?