Sunday, March 13, 2005
Af tólftu aldar náttúrufílósófusum
Þegar maður skrifar ritgerðir, kemst maður oft að ýmsu um sjálfan sig. Ég komst til dæmis að því að ég veit ekkert um tólftu öldina en á þó að heita að vera að skrifa ritgerð um náttúrufílósófusa og hvað þeir voru að bardúsa og hvers vegna þeir voru að vesenast í empírískum athugunum og svoleiðis. Þegar betur er athugað, veit ég ekkert um mannkynssöguna frá Kládíusi (frábærir sjónvarpsþættir) til svona sirka síðari heimstyrjaldarinnar. Ég veit enn minna um mannkynssöguna eftir síðari heimsstyrjöldina...nema smá hrafl um kalda stríðið. Ég veit ekki almennilega hvernig sagnfræðingur ég er, allavegana er ég ekki efni í stórsögufræðing, það er alveg ljóst. Stórsagan mín yrði einhvernveginn á þessa leið: Kládíus átti klikkaða konu og var hann drepinn...Atli Húnakonungur var mikið fyrir hesta og var með einhverja heimsvaldastefnu í Evrópu- minnir að hann hafi komið frá Rúmeníu- sem hét eitthvað allt annað þá...Það var nokkuð um þjóðflutninga á fyrri hluta miðalda og var íbúðaverð eflaust óstabílt í kjölfarið...Karlamagnús var við völd í Frakklandi og hafði böns af gaurum í vinnu hjá sér við að skrifa lög og svoleiðis...Hann átti nokkra syni sem erfðu ríkið eftir hans dag og þá fór allt í vesen og leiðindi út af skiptingu ríkisins...Menn fóru fljótlega að klæða sig í óþægilega járngalla(Henson var ekki fæddur) og berjast við heiðingja í fjarlægum löndum biblíunnar- síðan þá hefur allt verið í fokki á þeim slóðum...Um 1400 fóru Ítalir að færa út kvíarnar og auk þess að baka pitsur fóru þeir að mála myndir, aðallega af Jesú...Svo mætti þýskur gaur með fáránlega Oasis klippingu á svæðið og fór að vesenast í trúmálum og þá urðu hinir trúmálaveseningarnir foj og allir fóru að rífast en danski kóngurinn varð glaður og eignaðist kirkjujarðir- húrra fyrir honum...Svo varð iðnbylting og allir fóru að ferðast með gufuskipum og leggja undir sig fleiri lönd- sem voru þó í byggð, hmmm...
Allavegana, þá er ljóst að ég mun frekar stunda netta míkrósögu eftir þennan forsmekk.
Allt gerir maður í stað þess að lesa fleiri heimspekigreinar- ég segi bara: Guði sé lof fyrir að andsk... Sartre var ekki uppi á tólftu öld. Fjórfalt húrra fyrir því!
Allavegana, þá er ljóst að ég mun frekar stunda netta míkrósögu eftir þennan forsmekk.
Allt gerir maður í stað þess að lesa fleiri heimspekigreinar- ég segi bara: Guði sé lof fyrir að andsk... Sartre var ekki uppi á tólftu öld. Fjórfalt húrra fyrir því!
Comments:
<< Home
Sko, mér finnst samt þar sem ég er næstum eini sagnfræðingurinn sem þú þekkir að þú eigir ALLTAF að spyrja mig og svo leita ég það uppi á wilkipedia eða bara plata...
Post a Comment
<< Home