Thursday, March 17, 2005

Af íslenskri menningu

Þar sem ég sit og rembist við að kynna mér fílósófa- já ég er enn að... þá verður mér hugsað til Íslands. Þar er víst enn vetrarríki, árekstrar á heiðinni, frost og rok. Hér í Kaledóníu er sól og 14 stiga hiti, alveg hræðilegt að húka á bókó í svona veðri. Það er ekki bara frískandi ískaldur gusturinn, fjölskylda og vinir sem ég sakna í dag. Nei ó nei, það sem ég sakna mest í dag er Prins Póló. Það, þrátt fyrir að vera frá landi Bogdans Kowalsyk, er það alíslenskasta fyrirbæri sem ég get hugsað mér. Ég sé fyrir mér eldgamalt, grátt prins og fæ vatn í munninn..ummmm. Ekki það að ég sé síkjamsandi á þessu eðalsælgæti þegar ég er heima á ástkæra ylhýra, ekki frekar en flatkökum og hangikjöti, lifrarpylsum og blóðmör en þegar maður getur ekki fengið þetta góðgæti, langar manni mest í það. Kannski er það sem veldur að ég er loksins komin með skæp-át og get hringt í alla heima... Það kemur vissulega nokkur melankólía upp í aumum Íslendingi í útlöndum. Best að njóta hennar á meðan ég get, næstu vikur verða vægast sagt brjálaðar...eilíf ritgerðarskil og framsögur. Þá er bara að skella Bó vini mínum á fóninn, loka augunum og borða ímyndað Prins Póló... eða kannski ég skelli mér frekar á Kastalann og drekki grænan bjór í tilefni dags heilags Patreks...já ég ætla að gera það.
Slandjíva mates

Comments:
Já það er ýmislegt sem hægt er að sakna - td. grænir frostpinnar, grænn ópal, grænn tópas, Kópavogur og svo ekki sé minnst á Framsóknarflokkinn.

En hvað getur maður gert í útlandi - hér er amk grænt gras allan ársins hring - það er ágætt.

Best samt að halda sig við þá menningu sem maður býr við líklega - rúgbrauð og svínakjöt...
 
besta björkin mín ... ég kem nú bara með fullt af prins pólói handa þér. Já og Cat Stevens ;)
Sjáumst bráðum
 
Elsku Gummi
Ég kann nú betur við hinn græna flokkinn- manstu ég flúði Ísland þegar Dóri varð forsætisráðherra... og ó mæ, haggis á hverjum degi- ég flyt bara til þín í rúgbrauðið!

Ragna mín
Ég get ekki beðið eftir ykkur stöllunum og prinsinu...Það verður sko slúðrað, drukkið og verslað!!
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?