Monday, March 28, 2005

Af páskum og sanntrúuðum

Mér er margt til lista lagt... Ég eyddi páskadegi í herbeginu mínu við að fínpússa eins og eitt stykki ritgerð; gaman að því. Í þá aumu klukkustund sem ég tók mér frí yfir páskadag, náði ég að gjöreyða fallega glansmynd af páskahátíðinni fyrir sanntrúuðum einfeldningi og þannig eyðileggja páskana fyrir viðkomandi. Þrefalt húrra fyrir því!
Þannig er mál með vexti að hún spænska vinkona mín bauð mér í spænskan páskabrönsj sem samanstóð af því sem kaninn kallar "french toast". Þetta var alveg prýðilegur matur og ein af þeim sem snæddu með okkur var hin Kaleforníska Mollí. Af eðlilegum ástæðum fórum við að ræða páskahátíðina og bunaði ég út úr mér ýmsum fróðleiksmolum um sannkristilegheit þeirrar hátíðar eins og að egg og kanínur séu frjósemistákn og þetta sé náttúrulega upprunalega gyðingleg hátíð sem eigi þar að auki djúpar rætur í heiðni, sólstöður á vori og þess háttar, og það sé alveg augljóst allt saman þar sem hátíðin fylgi gangi tunglsins... Til að gera langa sögu stutta, var hin sannkristna yngismær gráti næst blessunin og mér leið óttalega illa yfir því að vera að skemma svona fyrir henni... Segi það þó mér til varnar að það er náttúrulega gjörsamlega út í hött að fólk sem fer í kirkju í hverri viku og er þess fyrir utan í biblíufræðsluklúbbi, kunni ekki skil á uppruna trúarhátíða sinnar eigin kirkju! Og hana-nú... vona að ég sé ekki búin að skemma páskana fyrir ykkur hinum sem trúið á páskakanínuna og að eggið tákni steininn sem velt var frá gröfinni...gleðilega páska öllsömul!

Comments: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?