Monday, March 07, 2005
Af meðalstórum risaeðlum úr plasti
Ég er búin að ákveða að taka námið eins og hverja aðra vinnu og eiga mér agnarlítið (menningar)líf. Því skellti ég mér til Edinborgar um helgina til að teyga menninguna í mig . Ég fór sem sagt á safn og skoðaði meðalstórar plastrisaeðlur sem hreyfa sig- lyfta skottinu eða halanum eða rófunni- hmmm eða hvað þetta heitir nú og svo öskra þær líka! Þetta var afar áhugaverð sjón og ég sá mjög vel því flestir hinna menningarvitanna á sýningunni voru um 1.20 m á hæð. Afskaplega lágvaxnir þessir menningarlegu Skotar og alveg magnað hvað þeir eru unglegir... Ég gisti að sjálfsögðu í Edinborg, gekk um og drakk bjór með vinum. Núna rata ég á Grasmarkaðinn þar sem trónir stytta af Greyfriars Bobby eða Tobba- þessir hvuttar líta alveg eins út! Ég mun því ekki klikka á Grasmarkaðnum aftur. Afar skemmtilegur (aftöku)staður, þar var fólk gert höfðinu styttra áður fyrr, áhorfendum til mikillar gleði. Pöbbar sem bera nöfn eins og Síðasti dropinn bera þess merki að þetta hafi verið "happening" staður fyrir netta sadista... gaman að því. Svo þið sjáið gott fólk að ég get "gædað" ykkur aðeins ef þið bara kíkið við og ég veit hvar smart dragtir fást- ekki gleyma því!
Comments:
<< Home
Hæ, bestasta frænka í heimi....Ég man þegar það komu svona risaeðlur í Kolaportið, ég fór og var meira að segja ennþá minni menningarviti en þessir sem voru á sömu sýningu og þú! Annars bara algert æði að vita hvað þú ert að gera svona smá....bæjó
Já, litla frænka
Ég man nú líka þegar ég var 16 og fór á British Museum í London og keypti græna plastrisaeðlu handa þér, hún sló sko ekkert smá í gegn hjá þér c",)
Post a Comment
Ég man nú líka þegar ég var 16 og fór á British Museum í London og keypti græna plastrisaeðlu handa þér, hún sló sko ekkert smá í gegn hjá þér c",)
<< Home