Friday, February 11, 2005

Um dýrahald í St Andrews

Ég er komin með gæludýr. Það er svartþrösturinn Rassmus. Hann býr í runna hér fyrir utan Gannochy og mætir galvaskur í eldhúsið í hverju hádegi. Ég gef honum Teskóbrauð út á gluggasyllu og áðan sótti hann í sig veðrið og sat á eldhúsborðinu og beið eftir sínu daglega brauði. Öflugur fýr hann Rassmus... Kampusfasistarnir leyfa ekki einu sinni gullfiskahald í húsinu en Rassmus lætur Manninn ekki halda aftur af sér. Rassmus var skírður eftir dönskum heimspekinema sem er mjög duglegur að drekka viskí. Einkennilegt fólk Danir. Það býr hér annar Dani sem heitir því þjóðlega nafni Jonny. Hann er einnig í heimspekinni og talar undurfurðulega með léttu stami ofan í danska hreiminn. Jonny er líka iðinn við kolann þegar kemur að drykkju og líkjast vínbirgðir eins kvölds hjá honum einna helst heilsársbirgðum hjá Ungmennafélagi að norðan...
Annars ríkir mikil eftirvænting í húsinu í dag, það er hið árlega holl boll í kvöld. Þá mæta allir í Gannochy og í nágrannaríkinu St Salvator's Hall í sínu fínasta pússi yfir í tónleikahöllina hér við hliðina og svo er dansað fram á nótt. Þetta verður eflaust hin besta skemmtun þó það sé þema, Disney, sem enginn ætlar að fara eftir. Snótirnar hér í kofanum eru í óða önn að verða sér úti um bumbubananaríur og sléttujárn en mín ætlar bara að leyfa mallanum að falla frjálst og vera algjör krullulumma! Ég hef raunar nettar áhyggjur af þeirri hefð að dansa keilí sem er svona skoskur hoppudans... Er að spá í að skella mér á klóið og vera þar á meðan á þeim ósköpum stendur. Veit ekki alveg hvernig það leggst í sálartetrið mitt að verða vitni að fullum nærbuxnalausum strákum í pilsum að hoppa hæð sína. Og þó, jú ég ætla að horfa, hjé hjé.
Later

Comments:
Þú ert nú meiri kellingin! Annars er gaman að þessu...
 
Þakka þér; maður reynir svona að segja frá því helsta sem ber á góma í skotlandi
 
tjamm, gaman að sjá að Björkin er komin í bloggið
 
Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?