Wednesday, February 09, 2005

Síðasta vígið fallið?

Ja hérna
Allt dettur manni nú í hug. Björkinmín bara komin í bloggpyttinn. Hvað tekur við næst? Litli ljósálfurinn, fótanuddtæki, soda-stream, beta max vídeo...
Það skal tekið fram að ég hefi tekið þessa blogg-kvörðun vegna þess að ég er ógeðslega löt að skrifa bréf. Ég er sjálfsagt einnig að grafa mína eigin gröf með þessu uppátæki því að nú hætta eflaust þessir fáu sem hafa drattast til að skrifa mér...að skrifa mér. Ætli ég komi mér ekki upp svörtum lista svona a la McCarthy, þar sem ég nafngreini þá sem ekki hafa skrifað hjé hjé hjé. Viðkomandi verður síðan fleygt fyrir ljónin þegar ég sný aftur heim á ástkæra ylhýra...það er eftir að ég fæ leyfi til að flytja inn ljón og byggja hringleikahús fyrir gjörninginn. Ætli Guðni Ágústsson vilji ekki fella þessi sagnfræðilegu vinnubrögð undir túrisma og heimaræktun?
Þessi bloggsíða verður eflaust afar fátækleg af tæknibrellum þar sem ég er algjör tölvulúði og kann engin skil á tölvubrellum þeim sem beitt er á alnetinu. Ég mun samt gera mitt besta á meðan ég sit hér í landi Pikta og kjamsa á kíssji úr Teskó-bragðast vel með ógnarpipari sem ég festi kaup á í annari verslun hér í bæ, Seifvei-ætli það þýði ekki vei Seifi eða eitthvað svoleiðis? Bíð spennt eftir Gettu betur á netinu í kvöld- Gó Gufan! Óver end át

Comments: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?