Wednesday, February 09, 2005

Hin þungu spor tækninnar

Nú er ég búin að koma því í kring að fólk getur sett fram skoðanir sínar. Ef Bó Hall villist hér inn, þá vil ég bara segja: Þú rokkar maður! Ég vil fá Sóley 2 sem næsta Júróvisjónlag.
Af hverju er tæknin svona erfið? Af hverju er ekki bara takki sem á stendur setja inn mynd og svo framvegis? Hvers eigum við tæknilega "challenged" fólkið að gjalda? Ég veit að tölvufólk er kallað nördar og þaðan af verra af okkur hinum, en viljið þið ekki fjölga í hópnum? Af hverju? Vei, ó vei og ó mig auma.
Nú þegar Gettu betur þátturinn er búinn þá velti ég því einnig fyrir mér hve illa stödd vor glaða æska er...að passa á Idi Amin, ussu suss. Logi Bergmann er nú samt alltaf gleðigjafi og samspil hans og Stebba Páls, svona ástar/haturssamband er funheitt. Ég hef bara ekki séð svona spennu síðan Shelley Long og Ted Danson voru að sverma fyrir hvort öðru í Staupasteini. Sem minnir mig á það að ég væri sko alveg til í að sjá spin-off þátt með Cliff Clavin; hann var alltaf uppáhaldið mitt, með useless knowledge og svo er hann umhverfisvænn maður í dag sem talar inn á teiknimyndir. O, ég sakna hans og allra póstbera yfirleitt, því þeir færa mér bréfin og póstkortin sem þið eruð ekki að senda mér; þeir sem fá nagandi samviskubit af því að lesa þetta ættu að skrifa mér bréf núna! Jæja, best að kíkja á aðframkomnar húsmæður núna. Kaninn gerir úthverfalíf svo framandi- allir rosa fallegir að læsa sig úti á Evuklæðunum og plotta heimsyfirráð. Ekki skemmir heldur að leikararnir voru valdir eftir útliti ekki hæfileikum. Þrefalt húrra fyrir Könum og húsmæðrum!
Signing off


Comments: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?