Sunday, February 13, 2005
Frásagnir af dansiböllum og öðrum hrakförum
Mér er illt í hnéinu. Ég tók ansi öflugar sveiflur á dansiballinu góða. Allir voru mættir í sínu fínasta pússi úr mínu húsi en BA nemarnir frá Sally's komu í dverga og Mjallhvítargöllum. Ballið var hin besta skemmtan, 90 kampavínsflöskur innbyrtar og svo var víst ís í eftirmat en þá var ég í öðru húsi að slúðra um Kamillu og Kalla... Ég mæli eindregið með dansiböllum á borð við þetta. Fyrst góð djasshljómsveit, svo skosk hoppudanshljómsveit og að lokum plötusnúður sem spilaði dúndurslagara á borð við KFUM (YMCA). Svona fjör kallar á meira fjör og var mér boðið í eftirgilli hjá henni Ciara (Kíra) sem er írsk fyllibytta. Afar vinaleg stúlka sem drekkur mikið og gerir handahlaup og dansar uppi á borði þegar hún er orðin vel full. Ætli maður þurfi ekki að vera nettgeðveikur til að vera í mastersnámi í tölfræði? Kíra hélt þetta líka fína teiti og vakti alla nágranna sína með því að garga Cranberrieslög og bjóða öllum að hoppa á rúminu sínu... Kíra greyið endaði eins og svo oft áður "sofandi" á stól og bárum við hana upp stigann og inn í herbergið hennar.
Eins og gefur að skilja, þá var fólkið frekar gegnsætt daginn eftir og alveg merkilegt hvað margir voru að sniglast í kringum skyndibitabúlluna PMS (PM's). Chips n' cheese heitir rétturinn sem heillar flesta og voru kókflöskurnar í share size stærðarflokki. Alltaf svolítið gaman að þessari þynnku...
10/4
Eins og gefur að skilja, þá var fólkið frekar gegnsætt daginn eftir og alveg merkilegt hvað margir voru að sniglast í kringum skyndibitabúlluna PMS (PM's). Chips n' cheese heitir rétturinn sem heillar flesta og voru kókflöskurnar í share size stærðarflokki. Alltaf svolítið gaman að þessari þynnku...
10/4
Comments:
<< Home
Jú víst var eitthvað um slíkt. Það er nokk merkilegt að Skotar og jafnframt aðrir pilsanotendur, hvort sem þeir eru írskir eða japanskir, virðast hafa þörf fyrir pilsastússið-eftir hmmm 2,3,4 stóra...
Post a Comment
<< Home