Thursday, February 10, 2005

Enn um undur tækninnar

Nú er ég búin að brenna allar brýr að baki mér...keypti öldungis prýðilegan Canon súper dúper prentara í dag. Héðan í frá get ég prentað alla þá vitleysu sem mér sýnist. Mér finnst ég vera algjör tæknimógúll, það er, eftir að ég finn út hvar maður á að opna pappakassann, hmmm. Svo fylgir þessi líka fíni geisladiskur sem segir manni hvernig maður á að athafna sig með prentvélina. Það er af sem áður var þegar landinn teygði út skinn af dauðum beljum til að prenta á. Svo er ég að fara á fyrirlestur á eftir sem ber titilinn Þe sæborg örbaníseitjón, örugglega mjög tæknilegt líka.
Ahh, best að plögga fótanuddtækið, prumpa í eina sóda stream og kveikja á litla ljósálfinum svo ég sjái til á meðan ég blogga og svo ætla ég að syngja Finnland, Finnland, Finnland.
Grrrr, tölvan mín sagði mér að ég ætti bara ex mörg bæt eftir á minninu eftir að ég skellti prentvélinni í gang. Hvurslax er þetta eiginlega? Ég ætla að tala við hann Nelson (flotaforingja) sem býr hér í Austur Berlín og er svona portúgalskur tölvunjörður og biðja hann að fremja tölvubrögð til að laga þetta. Annars hendi ég bara BA ritgerðinni minni út eða eitthvað, hún var hundleiðinleg hvort eð er og ég og aðrir betur settir án hennar...beiskja, beiskja...fjárans tækni- burt með hana! Eins og Kató gamli sagði: Að lokum legg ég til að tæknin verði lögð í eyði!

Úff, þetta var hræðilegt. Ég þurfti að velja á milli þess að henda fótósjoppinu, BA ritgerðinni eða Abba út úr tölvunni minni. Því miður urðu sænsku súperstjörnurnar fyrir valinu. No more Waterloo í minni Dell-vél...snökt. Abba- Thank you for the music!
Greetings


Comments: Post a Comment



<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?