Tuesday, April 19, 2005
Af hvítum reyk og körlum í kjólum
Þá er kominn nýr páfi. Enn einn karlinn sem spókar sig í hvítum kjól með kjánalegan hatt. Ég veit vel að gallinn var hannaður af Michaelangelo sem var rosa frægur en flottustu hannanirnar hans voru nú klæðalausar- ergo Davíð sæti sem býr í Flórens. Ekki er nú svo að skilja að mér mislíki við klæðskiptinga en mér finnst nú samt að þeir mættu alveg hætta þessari drag vitleysu og bara kjósa alvöru konu sem páfa. Það hefur nú einu sinni verið gert áður- fyrir misgáning reyndar- en sú dama stóð sig vel þangað til hún átti aðeins of náin samskipti við aðila í páfagarði og bara bomm, úbbs... Þeir voru nú ekkert gasalega glaðir framámennirnir með það og aumingja páfakonan var líflátin med det samme. Eftir þessa yfirsjón fundu páfaverjar upp á einskonar klósettstól, svona með gati og þar mega wannabe páfar setjast og svo setja kardínálarnir- sem eru líka í kjólum- hendina upp undir til að athuga hvort ekki séu öll karlkyns tól til staðar...klikkað lið þessir klæðskiptingar!
Mikið held ég annars að ný páfakona yrði smart. Hún myndi ábyggilega smella sér í Versace páfamúnderingu og henda þessari asnalegu bakarahúfu fyrir glæsó Ascot veðreiðahatt. Tja, kannski ekkert ósvipað hattinum sem hún Camilla -formerly known as Parker-Bowles, núverandi known as Windsor-var með í brúðkaupinu sínu um daginn. Mér fannst hún bara ógeðslega flott og smart í svona látlausum kjól og kápu og Kalli var svo sæll og ljómandi glaður...úff, ég held ég sé búin að vera of lengi í Bretlandi, er komin á kaf í konungsfjölskyldupælingar. Sem minnir mig á það að ég rakst á Villa prins um daginn. Hann er voða sætur en mér finnst frekar súrt að hitta prins sem er í flísvesti. Hvar hafa dagarnir lit sínum glatað? Af hverju er ekki skylda að láta sæta prinsa vera í svona rauðum kónga/hermannagalla, eins og prinsinn í Öskubusku? Ég bara mótmæli þessu harðlega!
Jæja best að snúa sér að nýrri ritgerð um fálkaþjálfun og jú jú kóngafólk í gamla daga.
Óver end át- Peace
Mikið held ég annars að ný páfakona yrði smart. Hún myndi ábyggilega smella sér í Versace páfamúnderingu og henda þessari asnalegu bakarahúfu fyrir glæsó Ascot veðreiðahatt. Tja, kannski ekkert ósvipað hattinum sem hún Camilla -formerly known as Parker-Bowles, núverandi known as Windsor-var með í brúðkaupinu sínu um daginn. Mér fannst hún bara ógeðslega flott og smart í svona látlausum kjól og kápu og Kalli var svo sæll og ljómandi glaður...úff, ég held ég sé búin að vera of lengi í Bretlandi, er komin á kaf í konungsfjölskyldupælingar. Sem minnir mig á það að ég rakst á Villa prins um daginn. Hann er voða sætur en mér finnst frekar súrt að hitta prins sem er í flísvesti. Hvar hafa dagarnir lit sínum glatað? Af hverju er ekki skylda að láta sæta prinsa vera í svona rauðum kónga/hermannagalla, eins og prinsinn í Öskubusku? Ég bara mótmæli þessu harðlega!
Jæja best að snúa sér að nýrri ritgerð um fálkaþjálfun og jú jú kóngafólk í gamla daga.
Óver end át- Peace